Hvað er Uppreisn?

Uppreisn er samansafn ungs fólks sem vill frjálslyndara og opnara samfélag. Hreyfingin berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og gerir það ýmist í verki eða með orðum. Meðlimir Uppreisnar sinna málefna- og trúnaðarstörfum fyrir ungliðahreyfinguna og Viðreisn. Hreyfingin tryggir að raddir ungs fólks heyrist hátt og skýrt innan Viðreisnar. Einnig stendur hreyfingin fyrir alls konar viðburðum allt árið sem eru opnir hverjum þeim sem kann að hafa áhuga.

Courts Champion

Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elied auctor mauris

Ending-well Cases

Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elied auctor mauris

Fair Expenses

Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elied auctor mauris

Missing Cases

Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elied auctor mauris

You come up with judicial issue? ask an expert for help

mail-icon

Fyrir hvað stöndum við?

Frelsi

Hver einstaklingur hefur frelsi til þess að haga lífi sínu að eigin ósk, enda felur frelsið í sér þá ábyrgð að troða ekki á réttindum annarra.

Jafnrétti

Í samfélagi þar sem staða fólks hefur ekki áhrif á tækifæri þess blómstrum við og skulu ákvarðanir stjórnvalda alltaf miðast út frá því. Jafnrétti á Íslandi hefur ekki verið náð, við megum ekki sofna á verðinum.

Opið samfélag

Hagsmunum ungs fólks er best varið innan Evrópusambandsins, vegna náms- og atvinnutækifæra og styrkja vegna rannsókna, framþróunar og lista. Lægra matvöruverð, lægri vextir og sterkari gjaldmiðill eru aðrir kostir við aðild fyrir neytendur.

Best experts ever

Baráttumál

Uppreisn er óhrædd við að láta í sér heyra þegar kemur að málefnum, stórum sem smáum.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Uppreisn ályktar að slíta þurfi samstarfi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar og íslenska ríkið hætti að úthluta ígildi sóknargjalda. Jafnframt að þjóðskrá og íslenska ríkið skipti sér að engu leyti að trúarlegum skoðunum íslenskra ríkisborgara og skráning trúarskoðana verði afnumin.

Stuðningur við Borgarlínu

Uppreisn styður við uppbyggingu á Borgarlínu. Almenningssamgöngur eru algengur ferðamáti ungs fólks og Uppreisn ber að gæta hag þeirra með því að vinna markvisst að eflingu strætisvagna og Borgarlínu.

LÍN fyrir nemendur

Uppreisn ályktar svo að Viðreisn skuli vera leiðandi afl í baráttu fyrir bættum kjörum námsmanna. Þess vegna er lagt til að flokkurinn beiti sér fyrir breytingum á styrkveitingu Lánasjóðs Íslenskra Námsmanna (LÍN) og sömuleiðis á útlánareglum sjóðsins. Þar þurfi að gera þarfar breytingar og halda á lofti þeim sjónarmiðum sem yrðu ungum námsmönnum verulega til hagsbóta. Þar verði sérstaklega litið til þeirra þátta og breytinga sem flokkar gætu sammælst um.

Viltu taka þátt í Uppreisn?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search